Bilun í kaldavatnslögn á Hvammstangabraut norðan Syðri-Hvammsár

Bilun í kaldavatnslögn á Hvammstangabraut norðan Syðri-Hvammsár

Bilun í kaldavatnslögn á Hvammstangabraut norðan Syðri-Hvammsár

Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát í akstri á svæði þar sem kalt vatn rennur yfir Hvammstangabrautina, þar sem sýnt er að myndast hálka þegar kólnar í veðri.

Farið verður í viðgerð strax í upphafi næstu viku að aflokinni sláturtíð. Líklegt er að á meðan á viðgerð mun standa þurfi að loka fyrir kalda vatnið á staðnum. Frekari upplýsingar verða settar á heimasíðuna þegar fyrirkomulag viðgerðarinnar skýrist.

 

Veitusvið Húnaþings vestra

Var efnið á síðunni hjálplegt?