Auglýsing um kjörfund vegna kjörs til Alþingis laugardaginn 25. september 2021

Auglýsing um kjörfund vegna kjörs til Alþingis laugardaginn 25. september 2021

Auglýsing um kjörfund vegna kjörs til Alþingis laugardaginn 25. september 2021

Kjörstaður í Húnaþingi vestra verður í Félagsheimilinu Hvammstanga.

Kjörfundur hefst kl. 9:00 og honum lýkur kl. 22:00. Gengið er inn um aðaldyr.

Skylt er að framvísa skilríkjum sé þess óskað.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á bóka- og skjalasafni Húnaþings vestra að Höfðabraut 6 fram að kjördegi.

Kjörskrá Húnaþings vestra liggur frammi á skrifstofu Húnaþings vestra að Hvammstangabraut 5 á Hvammstanga á afgreiðslutíma til kjördags.

Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist sýslumanni á sérstöku eyðublaði eigi síðar en þriðjudaginn 21. september 2021 kl. 16:00.

Kosið verður á sjúkrahúsum og dvalarheimilum aldraðra innan umdæmisins í vikunni fyrir kjördag, nánar auglýst síðar á hverjum stað.

Kjörstjórn Húnaþings vestra.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?