Auglýsing um kjörfund vegna kjörs forseta Íslands laugardaginn 27. júní 2020

Kjörstaður í Húnaþingi vestra verður í Félagsheimilinu Hvammstanga. Kjörfundur hefst kl. 9:00 og honum lýkur kl. 22:00. Gengið er inn um aðaldyr. 

Skylt er að framvísa skilríkjum sé þess óskað. 

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á skrifstofu Húnaþings vestra á afgreiðslutíma til kjördags.

Kjörskrá Húnaþings vestra liggur frammi á skrifstofu Húnaþings vestra að Hvammstangabraut 5 á Hvammstanga frá 14. júní á afgreiðslutíma til kjördags.  

Kjörstjórn Húnaþings vestra.

Var efnið á síðunni hjálplegt?