Auglýsing um deiliskipulagstillögu fyrir Glæsivelli

Auglýsing um deiliskipulagstillögu fyrir Glæsivelli

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum 9. október 2025 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Glæsivelli, L236629 á Hvammstanga, í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Um er að ræða um 1,6 ha lóð þar sem gert er ráð fyrir tveimur byggingarreitum fyrir frístundahús. Aðkoma að lóðinni verður frá akvegi sem tengist Vatnsvegi (711).

 

Deiliskipulagstillagan verður auglýst frá 26. nóvember 2025 til 9. janúar 2026.

 

Uppdráttur og greinargerð eru aðgengileg á skrifstofu Húnaþings vestra að Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga sem og í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

 

Í skipulagsgáttinni er jafnframt hægt að skila inn ábendingum eða athugasemdum. Einnig má senda þær á netfangið skipulagsfulltrui@hunathing.is með tilvísun í „dsk-Glæsivellir“.

 

Skipulagsfulltrúi Húnaþings vestra

Bogi Kristinsson Magnusen

Var efnið á síðunni hjálplegt?