Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi

Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 vegna breyttrar legu á Vatnsnesvegi nr. 711 ásamt nýjum efnistökusvæðum

Sveitarstjórn Húnaþings vestra auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í breyttri veglínu á um 700 m. kafla við bæinn tjörn á Vatnsnesi, í heildina er vegaframkvæmdin um 1,8 km og að hluta til í sama vegstæði. Framkvæmdin felur í sér nýtt brúarstæði yfir Tjarnará, ásamt nýjum efnistökusvæðum.

Breytingartillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Húnaþings vestra frá og með þriðjudeginum 24. apríl til þriðjudagsins 5. júní 2018 og hjá Skipulagsstofnun, Laugarvegi 166, Reykjavík.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til þriðjudagsins 5. júní 2018. Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 hvammstanga eða á netfangið skrifstofa@hunathing.is.

Skipulagstillaga - UPPDRÁTTUR og GREINAGERÐ

Sveitarstjóri

Var efnið á síðunni hjálplegt?