Auglýsing um afgreiðslu deiliskipulagstillögu

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti sveitarstjórn Húnaþings vestra þann 13. desember 2012 tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir veitingasölu og þjónustustöð í landi Melstaðar í Miðfirði. Tillagan var auglýst þann 30. júlí sl. með athugasemdafrest til 19. september sl. Athugasemdir bárust frá einum aðila og hefur viðkomandi verið svarað að undangenginni umfjöllun skipulags- og umhverfisráðs og sveitarstjórnar Húnaþings vestra. Málsmeðferð var samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Uppdrættir hafa hlotið þá meðferð sem ofangreind lög mæla fyrir um.

Nánari upplýsingar eða gögn um ofangreint skipulag er hægt að nálgast hjá tæknideild Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5, Hvammstanga.

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Húnaþings vestra.

Var efnið á síðunni hjálplegt?