Appelsínugul viðvörun

Appelsínugul viðvörun

Vekjum athygli á appelsínugulri viðvörun milli kl. 7 og 10 að morgni þriðjudagins 7. febrúar. Enginn skólaakstur verður vegna veðurspárinnar. Kennsla verður samkvæmt stundaskrá í skólanum. Nemendur sem ekki komast til skóla fylgist með mentor um námsyfirferð dagsins.
Skólinn verður opinn en þeir foreldrar á Hvammstanga sem ætla að halda börnum sínum heima eru beðnir um að senda tölvupóst á grunnskoli@skoli.hunathing.is eða hringja í síma 4552900. Það er mikilvægt til að vita hverjir eiga að vera í skólanum og til að áætla fjölda í mat.

Veðurspáin gerir ráð fyrir sunnan og suðvestan 23-28 m/s og talsverðri snjókomu. Spáð er mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir.

Var efnið á síðunni hjálplegt?