Álagning fasteignagjalda í Húnaþingi vestra árið 2024

Álagning fasteignagjalda í Húnaþingi vestra árið 2024

Hafin er undirbúningsvinna við álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2024. Gjaldskrá fasteignagjalda í Húnaþingi vestra er að finna hér gjaldskra-fasteignagjalda-2024.pdf (hunathing.is).

Vakin er sérstök athygli á því að gjaldstofn A-flokks (íbúðarhúsnæði) hefur verið hækkað í 0,475%.

Fasteignaeigendur sem vilja koma á framfæri óskum um breytingar eða leiðréttingu innheimtu eða álagningar sendi tölvupóst á skrifstofa@hunathing.is ásamt nauðsynlegum gögnum vegna beiðnarinnar fyrir 20. janúar nk.

Álagningarseðlar

Álagningarseðlar verða ekki sendir út bréfleiðis nema þess sé sérstaklega óskað. Vinsamlegast sendið óskir þess efnis á netfangið skrifstofa@hunathing.is fyrir 20. janúar nk. Allir fasteignaeigendur geta nálgast þá á island.is, bæði einstaklingar og lögaðilar.

 

Gjalddagar

Gjalddagar fasteignagjaldanna verða 8, sá fyrsti 1. febrúar og lokagjalddaginn 1. september 2024.

 

Greiðsluleiðir

Beingreiðslur

Áfram er hægt að greiða fasteignagjöldin með beingreiðslum af bankareikningum greiðenda. Viðskiptabankar geta veitt frekari upplýsingar um virkjun þessarar leiðar.

Boðgreiðslur

Hægt er að hafa samband við skrifstofu Húnaþings vestra sé óskað eftir að greiða fasteignagjöldin með kreditkorti. Þeir sem voru með þennan kost virkjaðan á síðasta ári þurfa ekki að hafa samband, einungis þeir sem eru að virkja þessa greiðsluleið í fyrsta skipti.

 

Greiðsluseðlar

Hægt er að óska eftir því að fá greiðsluseðil fasteignagjaldanna senda í tölvupósti. Vinsamlegast sendið óskir þess efnis á skrifstofa@hunathing.is fyrir 20. janúar nk. Greiðsluseðlar verða sendir út til 68 ára og eldri, nema þeir hafi þegar verið afþakkaðir.

 

Afsláttur til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþegar

Lækkun fasteignaskatts á íbúðum tekjulágra elli- og öryrkjulífeyrisþega reiknast sjálfkrafa við álagningu fasteignagjaldanna 2024. Samkvæmt gjaldskrá er afslátturinn tekjutengdur og miðast við árstekjur 2022 samkvæmt skattframtali 2023, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjur og er einungis reiknaður af fasteignaskattinum sjálfum. Hámark afsláttarins er kr. 82.000.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?