Álagning fasteignagjalda 2022

Álagning fasteignagjalda 2022

Álagningu fasteignagjalda í Húnaþingi vestra vegna ársins 2022 er nú lokið, en gjaldskrá fasteignagjalda er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins undir gjaldskrám.

Álagningarseðlar eru aðgengilegir í pósthólfi fasteignaeigenda á mínum síðum vefslóðarinnar island.is.

Óski fasteignaeigendur eftir að fá álagningarseðil fasteignagjalda sendan í pósti geta óskað eftir því með því að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 455 2400 eða senda tölvupóst á skrifstofa@hunathing.is. Sömu boðleiðir er hægt nýta til að afþakka greiðsluseðla í pósti vegna fasteignagjaldanna.

Gjalddagar fasteignagjaldanna eru 6, frá 1. mars til 1. september nk., en eindaginn er 30 dögum síðar.

Með kveðju,

sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Var efnið á síðunni hjálplegt?