Álagning fasteignagjalda 2019

Álagningu fasteignagjalda  í Húnaþingi vestra árið 2019 er nú lokið.
Álagningarseðlar hafa verið sendir til fasteignaeigenda sem eru 67 ár og eldri og til fyrirtækja.
Vakin er athygli á að allir álagningarseðlar einstaklinga eru aðgengilegir á netsíðunni www.island.is undir „mínar síður“. 

Gjalddagar eru sex,  þ.e. 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí,   1. ágúst og 1. september.  Eindagi er 30 dögum síðar.
Gjaldskrá fasteignagjalda 2019 er birt á heimasíðu sveitarfélagsins hunathing.is undir stjórnsýsla/gjaldskrár.
Þeir einstaklingar sem óska eftir að fá senda álagningarseðla á pappírsformi þurfa að hafa samband við skrifstofu Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5, sími 455-2400 eða á netfang skrifstofa@hunathing.is
Einnig eru þeir sem vilja almennt ekki  fá senda greiðsluseðla frá sveitarfélaginu vinsamlegast beðnir um að láta vita í síma 455-2400 eða á netfang skrifstofa@hunathing.is 

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Var efnið á síðunni hjálplegt?