Afhending umhverfisviðurkenninga 2021

Afhending umhverfisviðurkenninga 2021

Þann 14. október sl. veitti sveitarstjórn sínar árlegu umhverfisviðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir og/eða býli.

Sveitarstjórn skipar valnefnd sem situr kjörtímabilið. Í valnefnd 2018-2022 eru; Erla B Kristinsdóttir, Birgir Þór Þorbjörnsson og Sólveig Hulda Benjamínsdóttir. Ína Björk Ársælsdóttir umhverfisstjóri starfar með nefndinni.

Að þessu sinni hlutu tveir aðilar viðurkenningu.

Harastaðir í Vesturhópi. Hlaut umhverfisviðurkenningu fyrir fallega og vel hirta landareign. Vel heppnaðar endurbætur hafa verið gerðar á mannvirkjum. Gróður snyrtur og umhverfið allt til prýði, sem ber eigendum gott vitni um atorku og umhyggu fyirr snyrtilegu umhverfi. Eigendur að Harastöðum eru Guðmann Sigurbjörnsson og Kristín Aradóttir.

Grundartún 19 á Hvammstanga. Hlaut umhverfisviðurkenningu fyrir fallega og skemmtilega sjávarlóð. Húsið stendur á sjávarkambi og hefur lóðin sterk tengsl við fjöruna, þar sem meginhluti hennar er þakin fjörugrjóti. Lóðin er frumleg og falleg og ber eiginedum gott vitnu um atorku og umhyggju fyrir umhverfinu. Eigendur að Grundartúni 19 eru Helga Hreiðarsdóttir og Daníel Karlsson.

 

 

Frá vinstri: Ína Björk Ársælsdóttir, Guðmann Sigurbjörnsson og Kristín Aradóttir.

 Frá vinstri:  Ína Björk Ársælsdóttir, Helga Hreiðarsdóttir og Daníel Karlsson

 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?