Afhending styrkja úr Húnasjóði árið 2021

Frá afhendingu styrkja úr Húnasjóði árið 2021.
Frá afhendingu styrkja úr Húnasjóði árið 2021.

Þann 26. júlí sl. fór fram afhending styrkja úr Húnasjóði, en sjóðinn stofnuðu hjónin Ásgeir Magnússon og Unnur Ásmundsdóttir frá Ægissíðu á Vatnsnesi til að minnast Alþýðuskóla Húnvetninga sem Ásgeir stofnaði árið 1913. Þeim hjónum var mikið í mun að Vestur-Húnvetningar hefðu tækifæri til að mennta sig. Hjónin gáfu einnig kr. 10.000 til Háskóla Íslands árið 1960 vegna herbergis í fyrirhuguðum nýjum stúdentagarði. Herbergið skyldi nefnast Ægissíða og stúdent úr Vestur-Húnavatnssýslu skyldi hafa forgangsrétt til búsetu í herberginu. 

Við sameiningu sveitarfélaganna í Vestur-Húnavatnssýslu árið 2000, var Húnasjóður endurvakinn og ný skipulagsskrá rituð. Árlega fer fram úthlutun úr sjóðnum og miðast fjármagn við framlag frá sveitarsjóði ásamt hálfum vöxtum höfuðstóls. 

Það kemur í hlut byggðarráðs Húnaþings vestra að úthluta úr sjóðnum, en á 1095. fundi byggðarráðs var samþykkt að eftirtaldir aðilar fengju úthlutað úr sjóðnum að þessu sinni:

Ása Berglind Böðvarsdóttir, B.S. nám í sálfræði.

Fríða Björg Jónsdóttir, B.S. nám í viðskiptafræði.

Inga Rósa Böðvarsdóttir, B.S. nám í almennri hagfræði.

Lóa Dís Másdóttir, atvinnuflugnám.

Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir, B.S. nám í hjúkrunarfræði.

Þórdís Helga Benediktsdóttir, B.S. nám í viðskiptafræði.

Styrkfjárhæð á hvern styrkþega er kr. 100.000

 

 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?