Afhending styrkja úr Húnasjóði 2019.

Afhending styrkja úr Húnasjóði 2019.

Þann 20. ágúst sl. fór fram afhending styrkja úr Húnasjóði á kaffihúsinu Hlaðan á Hvammstanga.  Þorleifur Karl Eggertsson oddviti sveitarstjórnar Húnaþings vestra afhenti styrkina.

Það er byggðarráð Húnaþings vestra sem úthlutar úr sjóðnum og var það gert á 1007. fundi ráðsins þann 24. júlí 2019.  Styrkþegar að þessu sinni eru:

Helga Rún Jóhannsdóttir, nám til sveinsprófs í bakaraiðn. 
Freydís Jóna Guðjónsdóttir, nám til Bs. prófs í sálfræði.
Anna Dröfn Daníelsdóttir, nám til Ma. prófs í læknisfræði.
Jóhanna Herdís Sævarsdóttir, nám til Bs. prófs í sjúkraþjálfun.
Anton Birgisson, diplómanám í íþróttasálfræði
.


Styrkfjárhæð á hvern styrkþega er kr. 100.000.

Var efnið á síðunni hjálplegt?