Afhending styrkja úr Húnasjóði 2015

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra þann 17. ágúst 2015 var fjallað um umsóknir um styrk úr Húnasjóði.

5 umsóknir bárust um styrk úr Húnasjóði, þar af voru 4 sem uppfylla skilyrði til úthlutunar. Byggðarráð samþykkir að veita eftirtöldum umsækjendum styrk úr Húnasjóði árið 2015:


Ásta Björnsdóttir,  nám til BS prófs í reiðmennsku og reiðkennslu.
Björn Líndal Traustason, nám til BS prófs í viðskiptalögfræði
Rakel Runólfsdóttir,  nám til diplóma í opinberri stjórnsýslu
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir,  nám til Bed í faggreinakennslu í grunnskóla

Styrkfjárhæð á hvern styrkþega er kr. 100.000

Afhending styrkja fór fram þann 20. ágúst s.l. á Kaffihúsinu Hlöðunni, Hvammstanga þar sem Húnaþing vestra bauð upp á kaffi og meðlæti. Elín Jóna Rósinberg formaður byggðarráðs afhenti styrkina.

20150820_171226_17.jpg

Var efnið á síðunni hjálplegt?