Kolþernumýri merkjalýsing og stofnun lóða.

Málsnúmer 2510001

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð - 380. fundur - 08.10.2025

Merkjalýsing og stofnun tveggja nýrra lóða, Kolþernumýri 1 og Kolþernumýri 2, á Kolþernumýri L
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn Húnaþings vestra að samþykkja merkjalýsingu fyrir tvær nýjar landeignir úr landi Kolþernumýrar L144546 í samræmi við framlögð gögn, dags. 3. september 2025.
Merkjalýsingin nær til tveggja nýrra lóða, Kolþernumýri 1 og Kolþernumýri 2, sem stofnaðar eru utan um sumarhús á svæðinu. Engar athugasemdir liggja fyrir varðandi skipulag eða aðkomu, og fyrirhuguð afmörkun og mælingar eru í samræmi við gildandi aðalskipulag Húnaþings vestra 2014-2026.
Var efnið á síðunni hjálplegt?