Beiðni um tínslu fjallagrasa 2025

Málsnúmer 2506033

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 219. fundur - 02.07.2025

Lögð fram beiðni frá Liljana Milenkoska fyrir hönd Nadezhda Milenkoska og Vasil Shumkoski til fjallagrasatínslu á Arnarvatnsheiði árið 2025.
Beiðninni fylgir kort af áætluðu tínslusvæði. Ekki var tínt á því svæði sem sótt var um leyfi fyrir á árinu 2024. Landbúnaðarráð samþykkir beiðnina en leggur áherslu á að tínsla hefjist ekki fyrr en að vegir hafi opnað og jafnframt að þeir sem tínsluna annast gangi vel um svæðið.

Landbúnaðarráð - 222. fundur - 03.12.2025

Lögð fram skýrsla um tínslu fjallagrasa á árinu 2025 í samræmi við leyfi sem veitt var á 219. fundi landbúnaðarráðs sem fram fór þann 2. júlí sl.
Var efnið á síðunni hjálplegt?