Verklagsreglur sveitarstjórnar við ráðningar starfsmanna

Málsnúmer 2502061

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1239. fundur - 03.03.2025

Lögð fram drög að uppfærðum verklagsreglum sveitarstjórnar við ráðningar starfsmanna.
Reglurnar voru áður hluti af mannauðsstefnu en eru ekki hluti nýrrar útgáfu hennar sem samþykkt var í desember 2024. Byggðarráð samþykkir framlagðar verklagsreglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 389. fundur - 13.03.2025

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir Verklagsreglur Húnaþings vestra við ráðningar starfsmanna.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?