Rekstrarleyfi Félagsheimilið Hvammstanga

Málsnúmer 2502055

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1239. fundur - 03.03.2025

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra vegna rekstrarleyfis Félagsheimilisins Hvammstanga.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sækja um rekstrarleyfi fyrir Félagsheimilið Hvammstanga. Forsvarsmaður leyfisins verður sveitarstjóri en sveitarfélagið ábyrgt gegn brotum á leyfinu og öðru því sem upp kann að koma á viðburðum sem haldnir eru í skjóli leyfisins. Sveitarfélagið verður ekki undir neinum kringumstæðum milligönguaðili um kaup á áfengi sem veitt eða selt er á viðburðum. Notkun og geymsla áfengis í Félagsheimilinu er ávallt háð skilyrðum Stefnu um vellíðan án áfengis, tóbaks og vímuefna sem nú er í vinnslu hjá sveitarfélaginu, þar með talið aldurstakmörk á viðburði þar sem áfengi er veitt. Viðburðarhaldari sem heldur viðburð í skjóli rekstrarleyfisins skal undirrita yfirlýsingu um að hann ábyrgist að öllum lögum og reglum verði fylgt í hvívetna enda geta brot varðað ýmist sektum eða afturköllun leyfis. Komi til sekta ábyrgist viðburðahaldari greiðslu þeirra.

Skipulags- og umhverfisráð - 375. fundur - 03.04.2025

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn vegna umsóknar Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, um leyfi til reksturs í Félagsheimilinu á Hvammstanga Klapparstíg 4, fyrir veitingaleyfi í flokki III - G (samkomusalir). Umsagnarbeiðnin er lögð fram með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, auk 26. og 27. gr. reglugerðar nr. 1277/2016.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja eftirfarandi umsögn á veitingarleyfi fyrir Félagsheimilið Klapparstíg 4 á Hvammstanga í samræmi við 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. og 27. gr. reglugerðar nr. 1277/2016.

Var efnið á síðunni hjálplegt?