Vinnuskóli Húnaþings vestra

Vinnuskólinn hefst 7. júní nk.

13-16 ára ungmenni hafa kost á að skrá sig í vinnuskólann. Vinnutími og vinnutímabil einstakra áranga verða auglýstir þegar skráningar liggja fyrir. Reiknað er með að vinnuskólinn verði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Starfsstöð er að Norðurbraut 14, Hvammstanga. Mögulega verður starfsstöð á Borðeyri, með samskonar sniði og fyrri ár.

Gera má ráð fyrir að sláttuhópur verði starfrækur eins og áður, fyrir 17. ára og eldri.

Innritun í vinnuskólann fer fram í Ráðhúsinu og í síma 455-2400. Umsækjendur eru hvattir til að innrita sig sem fyrst og eigi síðar en 15. maí n.k.

Umsækendur í sláttuhóp, skulu skila inn umsókn í Ráðhúsið eða senda á netfangið umhverfisstjori@hunathing.is

Frekari upplýsingar gefur í Ína í s. 771-4959 eða á netfanginu umhverfisstjori@hunathing.is

Ína Björk Ársælsdóttir

Umhverfisstjóri Húnaþings vestra

Var efnið á síðunni hjálplegt?