Útboð uppsteypa

Útboð uppsteypa
Húnaþing vestra óskar eftir tilboðum í verkið
Kirkjuvegur 1 Hvammstanga Viðbygging Grunnskóla.
 
Verklok 30.11.2020
 
Verkið felst í uppsteypu og þakfrágangi. Viðbyggingin verður norðan við núverandi skóla. Viðbyggingin er ein hæð með kjallara að hluta. Byggingin er 1200 fm 1. hæð og 240 fm kjallari.
 
Helstu magntölur eru:
 
• Steypumót            2300 fm
• Bendistál             20500 kg
• Steinsteypa             550 rúm
• Límtrésperrur       1340 m
• Timbursperrur        370 m
• Stálvirki               21000 kg
• Þakeiningar          1200 fm
 
Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með Þriðjudeginum 24 mars 2020. Senda skal beiðni á netfangið bjorn@hunathing.is og upplýsa um nafn bjóðanda,kennitölu, síma og netfang.
 
Tilboðum skal skila til skrifstofu Húnaþing vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga fyrir kl 10:00  föstudaginn 17 apríl 2020 og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
 
Björn Bjarnason rekstrarstjóri Húnaþings vestra
 
Var efnið á síðunni hjálplegt?