Upplýsingar um verkefni dagsins hjá Húnaþingi vestra vegna úrvinnslusóttkvíar

Upplýsingar um verkefni dagsins hjá Húnaþingi vestra vegna úrvinnslusóttkvíar

Minnt er á að aðeins einn af hverju heimili hefur heimild til að fara út til að afla nauðsynja, gildi þetta einungis um þá sem ekki voru í sóttkví áður en úrvinnslusóttkví var sett á.  Ef einhver á heimilinu sinnir lífsnauðsynlegri þjónustu s.s. heilbrigðisstarfsmaður, starfsmaður KVH eða neyðarþjónustu, ætti það að vera viðkomandi sem aflar nauðsynja á meðan úrvinnslusóttkví stendur.

 Helstu verkefni sem unnið hefur verið að í dag: 

  • Forstöðumenn stofnana funduðu í gegnum fjarfund í dag til að fara yfir stöðuna. Þeir munu funda daglega meðan á úrvinnslusóttkvínni stendur.
  • 25  sýni voru tekin í dag til að skima smit og fleiri verða tekin á morgun. Niðurstöður verða nýttar til að taka ákvarðanir um framhaldið, m.a. lengd úrvinnslusóttkvíar.
  • Hægt er að senda inn spurningar á heimasíðu sveitarfélagsins og þar má einnig finna  spurningar og svör.
  • Stjórnendur stofnana sveitarfélagsins munu hafa eða hafa haft samband við starfsfólk sitt símleiðis eða boða til fjarfundar. 
  • Tryggð hefur verið lífsnauðsynleg þjónusta og þjónusta sem þarf að haldast órofin s.s. brunavarnir, veitur o.fl.
  • Samband hefur verið haft símleiðis við skjólstæðinga félagsþjónustunnar og reglulega verður haft samband símleiðis meðan þetta ástand varir
  • Allar stofnanir sveitarfélagsins eru lokaðar fyrir gestum, s.s. leikskóla, skrifstofa, bókasafn, íþróttamiðstöð o.fl.  Starfsmenn reyna að leysa úr erindum íbúa í síma, tölvupósti eða með fjarfundi.
  • Skipulagning heimsendingarþjónustu á mat og nauðsynjum.
  • Sveitarstjórn fundaði í dag þar sem m.a. var samþykkt  tímabundin heimild til að víkja frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarstigs almannavarna. 
  • Aðgerðastjórn á Sauðárkróki fer með stjórnun aðgerða í Húnaþingi vestra.
  • Vettvangsstjórn almannavarna á Hvammstanga framfylgir tilskipunum aðgerðastjórar og  fundar oft á dag.​
  • Allar deildir KVH verða opnar á morgun mánudag á áður auglýstum opnunartímum, með takmörkunum. Sjá heimasíðu KVH og sveitarfélagsins.
  • Stefnt er að því að koma á heildstæðum lista yfir fyrirtæki og þjónustu þeirra á heimasíðu sveitarfélagsins

Sveitarstjóri. 

Var efnið á síðunni hjálplegt?