Upplýsingafundur 11. feb. nk. vegna móttöku flóttamanna

Mynd: Guðmundur Jónsson
Mynd: Guðmundur Jónsson

Opin upplýsingafundur vegna móttöku flóttamanna verður haldinn mánudaginn 11. febrúar í Félagsheimilinu á Hvammstanga.  Fundurinn verður frá kl. 17:00.

Þann 13. desember sl. samþykkti sveitarstjórn Húnaþings vestra að taka á móti sýrlensku flóttafólki, um 25 einstaklingum, á árinu 2019.   Í bókun sveitarstjórnar segir m.a. að  sveitarstjórn fagnar framkomnu erindi og þeirri samfélagslegu ábyrgð sem því fylgir.  Samfélagið í Húnaþingi vestra er umburðarlynt, skilningsríkt og styðjandi.  Til staðar er fagþekking og stofnanir sveitarfélagsins eru öflugar.  Því er sveitarstjórn sannfærð um að vel verði staðið að móttöku, utanumhaldi og stuðningi við flóttafólk.   

Á fundinum mun verkefnastjóri frá síðasta verkefni deila reynslu sinni ásamt einstakling sem kom hingað til lands árið 2016. Þá munu fulltrúar frá sveitarfélaginu, Rauða krossinum og félagsmálaráðuneytinu vera á fundinum til þess að kynna verkefnið og til að svara spurningum.

Heitt á könnunni.  Allir velkomnir.

Sveitarstjóri.

Var efnið á síðunni hjálplegt?