Umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra 2012 voru veittar s.l. laugardag á fjölskyldudegi "Elds í Húnaþingi".
Þeir sem hlutu viðurkenningar að þessu sinni voru eftirtaldir:
-Garðavegur 15, Hvammstanga. Eigendur Sigríður Karlsdóttir og Ingi Bjarnason.
-Bergsstaðir, Miðfirði. Eigendur Elín Anna Skúladóttir og Ari Guðmundur Guðmundsson.
-Hamarsbúð, Vatnsnesi. Forsvarsmenn, hópur kvenna sem kalla sig Húsfreyjurnar.
Umhverfisviðurkenningarnar bera öllum þessum aðilum gott vitni um atorku og umhyggju fyrir fallegu og snyrtilegu umhverfi.