Tómstundastarf eldri borgara

Tómstundastarf eldri borgara

Nýbúið er að setja upp vefstól í Nestúni sem framvegis verður notaður í tómstundastarfi eldri borgara.

Stella Bára Guðbjörnsdóttir sér um tómstundastarfið sem er á mánudögum og fimmtudögum kl. 15-18 í salnum í Nestúni.

Hér á myndinni eru Guðrún V. Árnadóttir sem er að rifja upp gömul handtök og Harpa Ósk Lárusdóttir, vefari, sem var fengin til að kenna áhugasömum að vefa og sér um uppsetningu.

Velkomið er að mæta í tómstundastarf til að prófa að vefa!

Gjarnan má koma með efni eins og gömul sængurver eða lök til Stellu Báru, þau verða notuð til að vefa t.d. gólfmottur úr.

Var efnið á síðunni hjálplegt?