Tilkynning um upprekstur búfjár í Vesturárdal sumarið 2018

Tilkynning um upprekstur búfjár í Vesturárdal sumarið 2018

Fjallskilanefnd Miðfirðinga fór 11. júní upp í Vesturárdal ásamt Önnu Margréti ráðunaut að skoða ástand gróðurs.  Veður var milt, 11° hiti og rigning, gróður kominn vel af stað.  Upprekstur leyfður frá 12. júní 1. vagn á býli og meti bændur síðan framhaldið.  Mælist fjallskilastjórn til að menn keyri hóflega fram í byrjun.  Upprekstur hrossa er leyfður frá og með 1. Júlí. 

Fjallskilanefnd Miðfirðinga

Var efnið á síðunni hjálplegt?