Tilkynning frá skrifstofu sýslumannsins á Norðurlandi vestra

Tilkynning frá skrifstofu sýslumannsins á Norðurlandi vestra

Í varúðarskyni vegna Covid-19 faraldurs sem herjað hefur á landið fellur niður fyrirhuguð ferð fulltrúa sýslumanns til Hvammstanga þriðjudaginn 5. maí nk.  Þjónustuþegum er bent á að beina erindum sínum rafrænt á netfang embættisins, nordurlandvestra@syslumenn.is eða hafa samband við aðalskrifstofu embættisins í síma 458-2500. Reynt verður eftir fremsta megni að leysa úr þeim erindum sem berast með þessum hætti.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Að óbreyttu verður fulltrúi með viðveru á Hvammstanga þriðjudaginn 2. júní nk. kl. 13:00-15:00.

 

 F.h. sýslumannsins á Norðurlandi vestra

 Birna Ágústsdóttir, sýslumannsfulltrúi

Var efnið á síðunni hjálplegt?