Enn er mikil hætta á truflunum í tengivirki Landsnets í Hrútatungu vegna seltu. Það hefur því verið ákveðið að hreinsa tengivirkið í nótt (aðfaranótt laugardags) og verður rafmangslaust vegna þessa frá kl. 00-06 á svæðinu sem fætt er frá Hrútatungu. Reynt verður að halda rafmagni inni þar sem hægt er og lögð verður áhersla á svæði sem ekki eru með hitaveitu. Að öllum líkindum verður rafmagn á Hvammstanga og Laugarbakka, en það gætu orðið rafmagnstruflanir þar.
Notendur munu fá sent SMS frá RARIK.