Staða viðbyggingar fyrir grunnskóla og tónlistarskóla

Staða viðbyggingar fyrir grunnskóla og tónlistarskóla

Byggingarnefnd hefur unnið að breytingum á þeirri tillögu sem lá fyrir í vor frá VA arkitektum um viðbyggingu fyrir grunnskóla og tónlistarskóla. Meðal annars hefur verið leitað til Teiknistofu Norðurlands um samspil lóðar, viðbyggingar og tengingu við íþróttahús og leikskóla. Nemendur grunnskólans hafa tekið þátt í vinnunni með þeirra hugmyndum um áherslur og skipulag lóðar og margar góðar hugmyndir komið fram hjá þeim sem verða nýttar í áframhaldandi hönnun. Miklar breytingar hafa verið gerðar á forskrift um rýmisþörf tónlistarskóla í kjölfar rýnivinnu um framtíðarsýn skólanna.
Næstu skref eru að funda með VA arkitektum og Teiknistofu Norðurlands um útfærslu á þessum breytingartillögum byggingarnefndar og á næstu vikum ættu að berast nýjar teikningar

Var efnið á síðunni hjálplegt?