Sorphirða - Höldum áfram að flokka!

Sorphirða - Höldum áfram að flokka!
Við leggjum áherslu á að halda hirðu úrgangs í sem eðlilegustu horfi og mikilvægt að halda áfram að flokka úrgang. 
 
Á þeim heimilum þar sem smit hefur komið upp þarf að huga sérstaklega að mögulegum smitleiðum. Efni sem hugsanlega er sóttmengað verður að setja með blönduðum úrgangi, s.s. snýtubréf, latexhanskar og eldhúsbréf sem hafa verið notuð við þrif eða sótthreinsun. 
Blandaður úrgangur skal vera í lokuðum pokum og reynt skal að koma í veg fyrir að ílát yfirfyllist. 
 
Þegar Hirða opnar á ný eftir að úrvinnslusóttkví lýkur er hægt að koma með allan úrgang þangað. Pressugámar fyrir plastumbúðir annars vegar og pappa/pappírs umbúðir hins vegar eru staðsettir á vellinum.
 
Skv. sorphirðudagatali fer sorphirða fram í dreifbýlinu vikuna 30. mars – 2. apríl nk. Mikilvægt er að aðgengi sé gott að tunnunum og þær séu staðsettar utandyra.
 
Öll meðhöndlun úrgangs miða allar að því að auka öryggi starfsfólks sem meðhöndlar úrgang með því að fækka smitleiðum.
 
Umhverfissvið
 
Var efnið á síðunni hjálplegt?