Söfnun á rúlluplasti í Húnaþingi vestra

Söfnun á rúlluplasti í Húnaþingi vestra

Söfnun á rúlluplasti í Húnaþingi vestra

Áætlað er að söfnun á rúlluplasti fari fram vikuna 15. – 19. janúar nk. Þeir bændur sem óska eftir því að nýta sér þjónustuna vinsamlega tilkynni það til skrifstofu Húnaþings vestra í síma 455-2400, eða á netfangið: skrifstofa@hunathing.is,  fyrir 12. janúar nk.

Einnig verður tekið á móti áburðarpokum í sömu ferð, taka þarf innri pokana úr og eru þeir ekki hæfir til endurvinnslu og fara því í almennt sorp.

Mikilvægt er þó að halda Heyrúlluplasti og áburðarpokum aðskildum og vel pökkuðum. T.d. má fylla áburðarpoka með hreinum áburðarpokum og loka fyrir. Plastið verður að vera bundið eða fergjað saman á annan hátt til að minnka rúmmálið sem mest.

Söfnunin kemur til með að hefjast í Hrútafirði  og fikrast til austurs fram eftir vikunni eins og áður.

Frekari upplýsingar  gefur Valur hjá sorphreinsun VH í síma: 867-9785

Leiðbeiningar um frágang landbúnaðarplasts HÉR

Var efnið á síðunni hjálplegt?