Söfnun á rúlluplasti

Söfnun á rúlluplasti
Söfnun á rúlluplasti í Húnaþingi vestra
 
Áætlað er að söfnun á rúlluplasti fari fram vikuna 16-20. desember nk. Þeir bændur sem óska eftir því að nýta sér þjónustuna vinsamlega tilkynni það til skrifstofu Húnaþings vestra í síma 455-2400, eða á netfangið: skrifstofa@hunathing.is,  sem fyrst og fyrir 13.desember nk.
Söfnunin kemur til með að hefjast í Hrútafirði  og fikrast til austurs fram eftir vikunni eins og áður.
 
Uppfærðar leiðbeiningar um söfnun á landbúnaðarplasti má finna á heimasíðu Húnaþings vestra.
Það má ekki setja landbúnaðarplast inn í stórsekki. Það er mjög áríðandi að plastið sé hreint og laust við aðskotahluti. Net, stórsekkir, svart plast og bönd mega alls ekki vera í förmunum.
 
Ef um svart landbúnaðarplast er að ræða þá verður að halda því sér og bagga sér, þá er hægt að taka það með öðru plasti. Svart plast fer í annan endurvinnslufarveg en hvítt plast.
 
Leiðbeiningahandbók HÉR
 
Frekari upplýsingar  gefur Vilhelm hjá Terra hf. í síma: 893-3858
 
Var efnið á síðunni hjálplegt?