Rétt meðhöndlun úrgangs samkvæmt viðbragðsáætlun almannavarna vegna COVID-19

Rétt meðhöndlun úrgangs samkvæmt viðbragðsáætlun almannavarna vegna COVID-19

Í samræmi við kafla 8.41 í landsáætlun ríkislögreglustjóra og sóttvarnarlæknis vegna heimsfaraldurs. Áætlunin er framkvæmd af Umhverfisstofnun og viðeigandi samstarfsaðilum.

Sviðsmynd D - þar sem fjöldi manns er í einangrun eða sóttkví vegna covid 19 veirunnar.

Allur úrgangur sem berst frá þessum heimilum ætti að flokkast sem almennt sorp. Þetta er gert af heilsufarsástæðum því sorpið getur mögulega verið sóttmengað. Endurvinnsluefnin eru meðhöndluð af starfsmönnum okkar þjónustuaðila eftir að það er sótt, og því þarf að forðast möguleg smit og gæta fyllstu varúðarráðstafana. 

Við biðlum til allra að ganga vel frá sorpi og hafa það í vel lokuðum pokum og gæta hreinlætis í kringum tunnur og hafa þær ekki yfirfullar til þess að hindra frekari smit. 

Munum að þetta er tímabundin ráðstöfun og mikilvægt að íbúar haldi áfram að flokka endurvinnsluefni eins og áður. 

Þeir sem vilja geyma endurvinnsluefnin heima og hafa þess kost geta gert það þar til faraldurinn gengur yfir.

Gerum allt til þess að hefta útbreiðslu veirunnar.

Áætlun og verklagsreglur um meðhöndlun úrgangs í heimsfaraldri má finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar eða með því að smella HÉR.

Umhvefissvið

Var efnið á síðunni hjálplegt?