Orðsending frá íþrótta- og tómstundafulltrúa

Orðsending frá íþrótta- og tómstundafulltrúa

Í kjölfar þess að ríkislögreglustjóri lýsti yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna sýkinga af völdum COVID-19 taka við breyttir tímar í íþróttamiðstöðinni.

 Í reglugerð heilbrigðisráðherra nr. 957/2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tók í gildi nú á miðnætti, segir í 4. mgr. 6. gr. að húsnæði líkamsræktarstöðva skuli vera lokað almenningi.

 Í 5. gr. sömu reglugerðar kemur hins vegar fram að snertingar séu heimilar á milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum, en virða 1 metra nálægðartakmörkun í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Þjálfarar, starfsmenn og sjálfboðaliðar skulu ávallt gæta að nálægðartakmörkunum.

Börn fædd árið 2005 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda íþróttamiðstöðvarinnar.

Takmarkanir þessar eru í stöðugu endurmati og geta breyst með skömmum fyrirvara.

 Reglugerð heilbrigðisráðherra má finna hér.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi

Var efnið á síðunni hjálplegt?