Ný vefnámskeið hjá Farskólanum - þátttakendur þurfa ekki að greiða fyrir að taka þátt.

Ný vefnámskeið hjá Farskólanum - þátttakendur þurfa ekki að greiða fyrir að taka þátt.

Farsælt samstarf Farskólans, SSNV, stéttarfélaga og SÍMEY heldur áfram.

Við í Farskólanum höldum ótrauð áfram að bjóða upp á fyrirlestra á þessum skrýtnu tímum sem við lifum. Í boði eru fimm ný námskeið:

  • Jákvæð andleg orka á tímum óvissu
  • Kvíði barna og unglinga á tímum Covid
  • Ræktaðu þitt eigið grænmeti
  • Samskipti í samkomubanni
  • Vellíðan heima með góðu skipulagi

 

Námskeiðin eru í boði stéttarfélaga og SSNV. Við í Farskólanum erum ánægð með þetta góða samstarf og vill undirrituð nota tækifærið og þakka öllum þeim sem að þessari vinnu koma. Fyrir hönd Farskólans hefur Halldór Gunnlaugsson, verkefnastjóri, borið hitann og þungann af þessari vinnu. 

Auk þessara námskeiða eru starfsmenn að skipuleggja haustið; meðal annars einstök námskeið og fræðsluáætlanir, ráðgjöf og raunfærnimat og sinna tæknimálum. Framundan eða í maí verður svo aðalfundur Farskólans haldinn.

 Bryndís Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri.

 

Skoða fréttayfirlit

Var efnið á síðunni hjálplegt?