Ný brunavarnaáætlun

Ný brunavarnaáætlun

Ný brunavarnaáætlun Brunavarna Húnaþings vestra (BHV) hefur verið samþykkt og undirrituð af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), sveitarstjóra Húnaþings vestra og slökkviliðsstjóra BVH. Brunavarnaáætlun er unnin af slökkviliðsstjóra og hefur það markið að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þær áhættur sem eru í sveitarfélaginu. Áætlanirnar gefa sveitarstjórn og íbúum yfirlit yfir starfsemi og ástand slökkviliðsins og geta því orðið grunnur að gæðastjórnun um endurbætur, til dæmis hvað varðar búnað, menntun og samstarf við aðra aðila.

Kveðið er á um gerð brunavarnaáætlana í 13.gr. laga um brunavarnir nr. 75/2003.

Brunavarnáætlun Brunavarna Húnaþings vestra er að finna hér

Var efnið á síðunni hjálplegt?