Notendastýrð persónuleg aðstoð - tilraunaverkefni

Byggðasamlag um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra auglýsir eftir þátttakendum í sérstakt þróunar- og tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) á þjónustusvæði byggðasamlagsins, m.a. í Húnaþingi vestra. Sjá auglýsinguna hér.

Samtök fatlaðs fólks hafa lengi talað fyrir þessu fyrirkomulagi sem nauðsynlegum valkosti. NPA felur í sér að notandinn fær greiðslur í stað þjónustu, velur sér og ræður aðstoðarfólk sjálfur, sér um verkstjórn, ákveður sjálfur hvernig aðstoðarfólk nýtist.
Áhugasamt fólk um þetta þjónustuform ætti að fylgjast með á heimasíðunni því innan tíðar mun NPA-miðstöðin bjóða upp á fræðslu um verkefnið.

Umsóknarfrestur um þátttöku í verkefninu er til 7.september 2012. Umsóknir skulu berast til fræðslu-og velferðarsviðs í Ráðhúsinu. Sæunn Sigvaldadóttir og Eydís Aðalbjörnsdóttir , veita allar frekari upplýsingar. Síminn er 455 2400. Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð í móttökunni í ráðhúsinu

Var efnið á síðunni hjálplegt?