Matráður óskast til starfa í leikskólanum Ásgarði

Logo Ásgarður.bmp

Við leikskólann Ásgarð Hvammstanga er laus staða matráðs í 100% starf:

Í Ásgarði er unnið eftir markmiðum manneldisráðs og lýðheilsustöðvar. Hreinlæti og snyrtimennska mikilvægur þáttur.

Við leitum að einstaklingi með:

  • Tilskilda menntun og/eða reynslu
  • Skipulagshæfileika
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og sveigjanleika
  • Hæfni til að sýna frumkvæði í starfi
  • Tölvukunnáttu

Viðkomandi þarf að geta hafið störf frá og með 28. nóvember 2016.

Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga. Í samræmi við jafnréttisstefnu Húnaþings vestra eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

Upplýsingar um skólastarfið má finna á www.asgardur.leikskolinn.is

Frekari upplýsingar veitir Guðrún Lára Magnúsdóttir leikskólastjóri í síma 451-2343/891-8264

Umsóknafrestur er til 6. október næstkomandi. Umsóknir ásamt ferilskrá skulu berast skrifstofu Húnaþings vestra, Ráðhúsinu, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga.

Skólastjóri

Var efnið á síðunni hjálplegt?