Íslandsmótið í blaki í 4. deild kvenna á Hvammstanga

Íslandsmótið í blaki í 4. deild kvenna á Hvammstanga

Síðastliðna helgi fór fram á Hvammstanga fyrsta keppnishelgi Íslandsmótsins í blaki í 4. deild kvenna.  Var þetta í fyrsta sinn sem blakmót er haldið í bænum.  Í 4. deild eru 12 lið sem keppa þrjár helgar yfir veturinn, 4-5 leiki í senn.  Síðustu keppnishelgina kemur í ljós hvaða þrjú lið komast upp um deild og hvaða þrjú lið falla í 5. deild.  Það voru því 11 lið sem sótti Kormák heim og var háð hörð og drengileg barátta alla helgina.  Kormákur sigraði tvo leiki, tapaði tveimur í oddahrinu (sem þýðir að stig næst úr þeim leik þrátt fyrir tap) en einum leik tapaði liðið 2-0 og fékk þar af leiðandi ekkert stig fyrir leikinn.  Alls gerðu þetta 6 stig og 6.sæti.  Efst eru Keflavík og KA-Skautar og þá UMF Hrunamenn C.  Næsta keppnishelgi verður í Kórnum í Kópavogi 12.-13. janúar og sú síðasta fer fram 16.-17. mars á Flúðum.  Mótið fór í allastaði vel fram og voru gestir almennt mjög ánægðir með framkvæmd þess og umgjörðina í kringum það.

Sjá aðdáendasíðu blakdeildar Kormáks á facebook

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?