Í kjölfar óveðurs - söfnun upplýsinga um tjón

Í kjölfar óveðurs - söfnun upplýsinga um tjón

Ágætu íbúar.

Í kjölfar óveðursins sem gekk yfir  í desember hyggst sveitarfélagið safna saman upplýsingum um það sem úrskeiðis. Sem dæmi er óskað eftir upplýsingum um allt tjón þar með talið búfjár-, eigna-, og girðingatjón.  Einnig er óskað eftir upplýsingum um rafmagnsleysi, fjarskiptaleysi o.s.frv.

Við þurfum að læra af reynslunni og því er einnig óskað eftir ábendingum um hvað betur mátti fara.

Upplýsingarnar verða m.a. notaðar til að vinna viðbragðsáætlun fyrir óveður af þeirri stærðargráðu og gekk yfir landið í desember.

Mikilvægt er að þessar upplýsingar berist til okkar sem allra fyrst.

Hér má finna skráningarblað.

Sveitarstjóri.

Var efnið á síðunni hjálplegt?