Hugmyndaríkir íbúar Húnaþings vestra

Hugmyndaríkir íbúar Húnaþings vestra

búar Húnaþings vestra leita margvíslegra leiða til að skemmta sér og  öðrum í úrvinnslusóttkvínni.  Í dag hefur gengið á samfélagsmiðlum skemmtilegt myndband þar sem nokkrir félagar sem oft koma saman til að spila og syngja fundu leið með hjálp tækninnar til að halda því áfram þrátt fyrir sóttkví.  Hér getum við notið hæfileika þeirra. 

Myndmenntakennarinn okkar í grunnskólanum hún Auður Þórhallsdóttir (Auja) teiknaði skemmtilega mynd, fyrir  börn og fullorðna, sem hægt er að prenta út og lita. 

Þökkum þessu hæfileikaríka fólki þeirra framlag við að stytta okkur stundir. 

Var efnið á síðunni hjálplegt?