Hirða flokkunarstöð fyrir úrgang - Lúgur

Hirða flokkunarstöð fyrir úrgang - Lúgur

Af gefnu tilefni:

Lúgur fyrir endurvinnsluefni á girðingu Hirðu hafa verið opnaðar aftur með breyttu sniði. Núna má setja allt plast saman í sömu lúguna og ný lúga hefur verið opnuð fyrir minniháttar raftæki t.d brauðristar, hárblásara, tölvur, síma og fl.

Lúga fyrir almennt heimilissorp hefur verið lokað. Koma þarf á opnunartíma Hirðu með almennt heimilissorp.

Borið hefur á því að almennu heimilissorpi og allskyns úrgangi sé hent í lúgurnar sem er að sjálfsögðu stranglega bannað.

Ef að endurvinnsluefni eru mjög óhrein, það á við að umbúðir sem ekki eru skolaðar og einnig ef að heimilissorp og öðrum úrgangi sé hent með í lúgurnar þarf oft á tíðum að urða úrganginn því hann er ekki hæfur til endurvinnslu.

Til þess að hægt sé að bjóða upp á þessa frábæru þjónustu að hafa lúgur fyrir endurvinnsluefni opnar allan sólarhringinn þá verða allir að virða þetta fyrirkomulag.

Hirða er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 14:00-17:00 og laugardaga frá kl. 11:00-15:00

Íbúar og rekstaraðilar eru hvattir til að nota opnunartíma Hirðu til að koma með endurvinnsluefni, sérstaklega ef um stærri farma er að ræða, það sparar vinnu starfsmanna. Gott aðgengi er innan vallar og tekið er vel á móti öllum þeim sem þangað koma.

Samkv. gildandi gjaldskrá eru gjaldfrítt fyrir almenning að koma með úrgang til Hirðu nema þann sem fellur til við framkvæmdir.

Fyrirtæki og rekstraraðilar greiða fyrir allan úrgang nema þann sem ber úrvinnslugjald s.s. plastumbúðir, pappa/pappír, hjólbarða og fl.

Var efnið á síðunni hjálplegt?