Fréttabréf Tónlistarskóla Húnaþings vestra

Fréttabréf Tónlistarskóla Húnaþings vestra

Fréttabréf Tónlistarskóla Húnaþings vestra apríl 2019.

Tónlistarskóli Húnaþings vestra er að ljúka 50. starfsári sínu.

Kennarar við skólann þetta starfsár eru auk skólastjóra sem er Elinborg Sigurgeirsdóttir

Guðmundur Hólmar Jónsson,Kristín Kristjánsdóttir,Ólafur Einar Rúnarsson.Heiðrún Nína Axelsdóttir,Pálína Fanney Skúladóttir.

Innritað er í tónlistarnám á haustönn 2019.Innritunnardagar eru frá 10.apríl til 1.maí. n.k.

Umsókn um nám í tónlistarskóla-rafrænt

(https://www.hunathing.is/is/thjonusta/menntun/tonlistarskoli/umsokn-um-nam-i-tonlistarskola).

Nánari upplýsingar eru í símum 864-2137,451-2660 og 451-2456

Kennslugreinar eru hljóðfæraleikur og söngur ásamt bóklegum greinum og samspili.

Tónlistarskólinn heldur árlega jóla og vortónleika auk smærri tónleika.

Nemendaígildi tónlistarskólans eru 94 á vorönn 2019 og þar af 10 nemendur í leikskóla.

Tveir kennarar tónlistarskólans voru í frammhaldsnámi í vetur.

Það eru Heiðrún Nína Axelsdóttir í þverflautuleik og Guðmundur Hólmar Jónsson.

Guðmundur Hólmar lauk sínu námi og tónleikum með glæsibrag.

Pálína Fanney Skúladóttir og Heiðrún Nína Axelsdóttir hafa sagt upp störfum sínum við tónlistarskólann.

Elinborg Sigurgeirsdóttir segir upp skólastjórastarfinu við Tónlistarskóla Húnaþings vestra frá og með 1.ágúst 2019, og ræður sig til kennslu við tónlistarskólann.

Grunn og miðpróf

Nokkrir nemendur stefna á að taka grunn og miðpróf.

Vorpróf og vortónleikar

Vorpróf í umsjón hvers kennara verða aulýst nánar síðar.

Þrennir vortónleikar og afhending prófskírteina verða laugardaginn 18.maí í Hvammstangakirkju.Fyrstu tónleikarnir kl. 13.00, og síðan verða tónleikar kl.14.30 og þriðju tónleikarnir kl.16.00

Starfsfólk Tónlistarskóla Húnaþings vestra óskar nemendum sínum og öðrum íbúum Húnaþings vestra gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn.

Innritun á haustönn 2019 þarf að vera lokið fyrir 1.maí n.k.

Var efnið á síðunni hjálplegt?