Framtíðarstarf við Sambýlið og sumarstarf við Sambýlið Hvammstanga

Fræðslu- og velferðarsvið Húnaþings vestra auglýsir eftir starfsmanni í framtíðarstarf. Þekking og reynsla við vinnu á sambýli er skilyrði.  Um er að ræða 100% starf í vaktavinnu.  Starfið er laust frá  1. maí nk.

Einnig eru laus störf við sumarafleysingar við sambýlið.  Reynsla ekki skilyrði.

Sambýlið starfar eftir lögum um málefni fatlaðs fólks.  Um er að ræða lifandi og gefandi starf með áhugaverðu fólki.  Við leitum að jákvæðum og áhugasömum einstaklingum sem sýna starfinu og heimilismönnum virðingu.

Við ráðningu er litið til starfsreynslu, menntunar sem nýtist í starfi svo og persónulegra eiginleika umsækjanda.  Laun eru samkvæmt kjarasamaningi viðkomandi stéttarfélags. 

Umsóknum skal skilað í ráðhús Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, á eyðublöðum sem þar fást, merk Sambýli.  Umsóknareyðublöð má einnig finna á vef húnaþings vestra.

http://www.hunathing.is/asset/824/Ums%c3%b3kn%20um%20starf


Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Ingi Björgvinsson forstöðumaður í síma: 893 3840.

Umsóknarfrestur er til 27. mars nk.

Var efnið á síðunni hjálplegt?