Framkvæmdir við Grunnskóla Húnaþings vestra

Framkvæmdir við Grunnskóla Húnaþings vestra

Mikill gangur er í framkvæmdum við viðbyggingu grunnskólans. Verkið er áætlun, bæði hvað varðar tíma og kostnað, en fyrr á árinu var ákveðið að taka vestari hluta byggingarinnar í notkun nú við upphaf skólastarfs. Í byrjun næstu viku verður mötuneytið og anddyrið tekið í notkun og síðar í mánuðinum verða tónlistarskólinn, frístund og skrifstofur stjórnenda tilbúnar. Fjöldi iðnaðarmanna hefur verið við vinnu síðustu vikur og mánuði til að ná þessu markmiði sem nú sér fyrir endann á. Tilhlökkun er farin að búa um sig jafnt hjá nemendum og starfsfólki sem sjá fram á byltingu í aðstöðu og aðbúnaði.

Síðar í haust verður íbúum sveitarfélagsins  boðið að skoða bygginguna og verður það auglýst sérstaklega.

Hér má sjá nokkrar myndir úr skólabygginguni.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?