Fræðslu- og velferðarsvið Húnaþings vestra auglýsir eftirfarandi störf til umsóknar

Leikskólinn Ásgarður:

Aðstoðarleikskólastjóra í 100% starf frá 1. ágúst og leikskólakennara í 60% starf frá 15. ágúst. (tímabundið til eins árs með möguleika á framtíðarráðningu) á Borðeyri/Hvammstanga.

Umsækjendur þurfa að hafa eftirfarandi þætti til að bera:

Leikskólakennaramenntun er æskileg

Áhuga á samþættingu í starfi leik-og grunnskóla

Frumkvæði og sjálfstæði

Góða samstarfs-og skipulagshæfileika

Framundan er spennandi þróunarvinna í samþættingu skólastarfs á leik- og grunnskólastigi á Borðeyri með miklu samstarfi við leikskólann Ásgarð og Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga.

Upplýsingar um skólastarfið má finna á www.leikskolinn.is/asgardur. Frekari upplýsingar veitir Guðrún Lára Magnúsdóttir leikskólastjóri í símum 4512343 og 8918264

Var efnið á síðunni hjálplegt?