Frá landbúnaðarráði

Frá landbúnaðarráði

 Landbúnaðarráð Húnaþings vestra hvetur bændur til að sýna ýtrustu varúð gagnvart vágestinum covid-19 og hafa í huga mögulegar smitleiðir og varnir gegn þessari veiru. Eins eru þeir hvattir til að fylgjast vel með nágrönnum sínum, sér í lagi ef um einbúa er að ræða. Of mikil rafræn samskipti eiga ekki við á þessum tímum og munið að andleg heilsa er ekki síður mikilvæg en líkamleg.

Ef sýking kemur upp þá hafa eflaust flestir nágranna eða aðra til að aðstoða. Ef ekki þá hafa búnaðarsamböndin á landsvísu í samstarfi við BÍ, verið að safna upplýsingum um aðila sem tilbúnir eru að taka að sér afleysingar í sveitum landsins og hægt að hafa samband við Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda ef til þess kemur.

Hvetur ráðið bændur til að hafa samband fyrr en síðar ef smit greinist til að hægt sé að bregðast við í tíma.

 

Matvælastofnun hefur tekið saman lista yfir ýmsar spurningar sem þeim hafa borist varðandi Covid-19 svörin er að finna á vef stofnunarinnar  https://www.mast.is/is/um-mast/frettir/frettir/covid-19-veiran-og-dyr-1

 

Landbúnaðarráð minnir á að bændur gegna mikilvægu hlutverki fyrir matvælaöryggi landsins.

Var efnið á síðunni hjálplegt?