Þrátt fyrir úrvinnslusóttkví sinnir fjölskyldusvið áfram þjónustu við skjólstæðinga sína.
Í vikunni 23. – 27. mars verður boðið upp á viðtöl í fjarfundi gegnum forritið Zoom.
Zoom er auðvelt í notkun, hægt að tengjast með snjallsíma, viðkomandi fær sendan tengil sem hann smellir á og er þá komin í samband við starfsmann fjölskyldusviðs. Einnig verður boðið upp á viðtöl í síma fyrir þá sem ekki nota snjallsíma eða net.
Þeir sem vilja nýta þessa þjónustu setji sig í samband við sviðsstjóra fjölskyldusviðs, Jenný Þórkötlu Magnúsdóttur á netfanginu jenny@hunathing.is eða í sms í síma 771 4966 og hefur Jenný þá samband og bókar tíma.
Aðstandendur er beðnir að koma þessum upplýsingum á framfæri við þá sem þyrftu á þjónustunni að halda en fylgjast ekki með á vefnum.