Flokkstjórar við vinnuskólann sumarið 2020

Flokkstjórar við vinnuskólann sumarið 2020
 Húnaþings vestra auglýsir eftir flokkstjórum við vinnuskólann sumarið 2020.
 
Flokkstjórar bera ábyrgð á vinnuhópum 13-16 ára ungmenna og sláttuhóp 16. ára og eldri.
Flokkstjórar stýra verkefnum á verkstað og vinna önnur verkleg störf sem til falla.
 
Daglegur vinnutími er 8 klst, virka daga. 
 
Hæfniskröfur:
· Æskilegt er að umsækjendur séu 20 ára eða eldri
· Flokkstjóri skal vera stundvís, jákvæður, lipur og eiga auðvelt með að vinna með öðru fólki
· Reynsla af starfi með börnum og ungmennum er kostur.
· Áhugi af garðyrkjustörfum og verklegri vinnu er kostur.
 
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stéttarfélagsins Samstöðu.
Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl 2020.
 
Nánari upplýsingar gefur 
Ína Björk Ársælsdóttir Umhverfisstjóri
Netfang: ina@hunathing.is
Sími: 455-2400
Var efnið á síðunni hjálplegt?