Flokkstjórar við vinnuskólann sumarið 2019

Flokkstjórar við vinnuskólann sumarið 2019

Húnaþings vestra auglýsir eftir flokkstjórum við vinnuskólann sumarið 2019. Flokkstjórar bera ábyrgð á sínum vinnuhópi, stýra verkefnum á verkstað og gera vinnuskýrslur fyrir hópinn. Daglegur vinnutími er 8 klst, virka daga.

Hæfniskröfur:

· Æskilegt er að umsækjendur séu 20 ára eða eldri

· Flokkstjóri skal vera stundvís, jákvæður, lipur og eiga auðvelt með að vinna með öðru fólki

· Áhugi á garðyrkjustörfum nauðsynlegur

· Meðmæli frá fyrri störfum

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stéttarfélagsins Samstöðu.

Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2019.

Nánari upplýsingar gefur Ína Björk Ársælsdóttir Umhverfisstjóri
Netfang:
ina@hunathing.is
Sími: 455-2400

Var efnið á síðunni hjálplegt?