Félagsmiðstöð í sumar fyrir íbúa 60 ára og eldri

Félagsmiðstöð í sumar fyrir íbúa 60 ára og eldri

Í sumar býður Húnaþing vestra upp á félagsmiðstöð fyrir íbúa 60 ára og eldri.   Staðsetning verður í Félagsheimilinu á Hvammstanga, neðri hæð, þar sem dreifnámið er. Fyrirhugað er að hafa opið 1-2x í viku. Boðið verður upp á kaffi, spjall, ráðgjöf, örnámskeið eða gönguhóp. Áhersla verður á námskeið sem snúa að hreyfingu, andlega líðan og handavinnu.

Það verður opið hús með vöfflukaffi á fimmtudaginn, 25. júní, kl. 14-16 í dreifnámsaðstöðu til að kynna verkefnið betur og heyra hugmyndir og óskir íbúa 60 ára og eldri.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Var efnið á síðunni hjálplegt?